Home » 101 bar and restaurant Recipes – Reykjavik, Iceland (Icelandic)

101 bar and restaurant Recipes – Reykjavik, Iceland (Icelandic)

by Debra C. Argen
101 bar and restaurant, Reykjavik, Iceland

Chef Gunnvant of 101 bar and restaurant in Reykjavik, IcelandExciting recipes in Icelandic from Chef Gunnvant of 101 bar and restaurant in Reykjavik, Iceland.

 

 

Léttsteikt þorskhrogn með blaðlauk, kapers og hvítvíni

Vefjið ca. 200 gr þorskhrogn inní plastfilmu og sjóðið við vægan hita í 5 mín. Kælið.

Takið plastið utanaf og skerið í sneiðar.  Penslið með hvítlauksolíu og stráið yfir grófu sjávarsalti.  Steikið á pönnu í ca. 1 mín á hvorri hlið.  Færið uppá disk. Snöggsteikið fínskorinn blaðlauk og ögn af kapers á pönnunni,  bætið við 1 msk þurru hvítvíni og  3 msk fiskisoði,  sjóðið í ½ mín, slökkvið undir pönnunni, bætið smjörklípu í og hrærið saman við.

Grillað lambafillet salsa með verde, bökuðum rauðlauk og fondant kartöflum

Salsa verde:      

1 búnt basil
1 búnt steinselja
1 búnt klettasalat
1 dl olífuolía
1 msk balsamic edik
1 msk dijon sinnep
1 msk kapers
Maukið allt saman í matvinnsluvél.

Fondant kartöflur:      

Skrældar kartöflur brúnaðar á pönnu með olífuolíu.
Settar í stálbakka, hellt yfir grænmetissoði uppá rúmlega miðjar kartöflur.
Bakað í ofni v/180° í ca 15 mín.

Bakaður rauðlaukur      

Laukur skrældur og skorin í fleyga. Bakaður í ögn af olífuolíu þartil mjúkur.

Lambafillet kryddað með salti, svörtum pipar og timian.  Grillað í ca. 3 mín á hvorri hlið.
Bakað í 180° heitum ofni þartil tilbúið.

101 bar and restaurant, Reykjavik, Iceland

Mango-skyrfrauð með 30 ára sherry

Þeytið saman 3 eggjarauður, 100 gr sykur og ½ lítra mjólk í stálskál yfir heitu vatni þar til blandan fer að þykkna. Leggið 4 matarlímsblöð í bleyti í kalt vatn í ca 3 mín. Takið upp úr og kreistið úr þeim mesta vökvann.  Hrærið úti volga eggjablönduna. Hrærið saman 300 gr skyr og 2 dl mangomauki. Hrærið eggjablönduna útí. Þeytið 2 ½ dl rjóma og blandið útí m/sleikju.  Hellið í skálar og látið stífna í kæli í a.m.k. 5 tíma. Stingið skálunum snöggt í heitt vatn og hvolfið svo úr þeim á disk, skreytið m/ávöxtum og dreypið sherryinu yfir.

Please read other articles on 101 hotel in the Hotels and Resorts, Restaurants, and Chefs' Recipes (English) sections.

101 bar and restaurant, Reykjavik, Iceland
101 bar and restaurant
101 hotel
Hverfisgata 10
IS-101 Reykjavik
Iceland
Telephone:      +354-580-0101
Fax:                 +354-580-0100
Email:            
101hotel@101hotel.is
www.101hotel.is

Please other articles on Iceland in the Destinations, Hotels and Resorts, Restaurants, Chefs' Recipes, Spas, Fashion, and Adventures sections.

For information on Iceland, please visit the website: Icelandic Tourist Board: www.icelandtouristboard.com.

For information on Icelandair, please visit the website: Icelandair: www.icelandair.com.

For information on Hertz, please visit the website: www.hertz.com.

© June 2007. Luxury Experience. www.LuxuryExperience.com All rights reserved.

Related Articles